Djembe tromman á uppruna sinn í vestur-Afríku en er í dag mikið notuð um allan heim og vinsældir hennar fara sífellt vaxandi. Samkvæmt Bamana fólkinu í Mali er nafnið djembe sprottið úr orðunum „djé“ og „bé“ sem merkir í samhengi „Söfnumst öll saman í friði“ en það er einmitt tilgangur trommunnar samkvæmt þeim. Djembe tromman er áberandi í langflestum samkomum í löndum vestur-Afríku, hvort sem er við hátíðarhöld, skemmtanir, tónleika, mikilvæga atburði eins og brúðkaup, jarðarfarir sem og einnig þegar fólk kemur saman til að skemmta sér.
Djembe tromman er úr þykkum heilum við, með skinni öðru megin, annaðhvort geitaskinni eða kúaskinni, eftir því frá hvaða landi hún kemur. Spilað er á hana með höndunum, og hún hefur mjög breitt hljómsvið. Hægt er, á góðum trommum, að fá góðan bassa, háan opin hljóm og háan lokaðan hljóm, allt eftir því hvernig er slegið á hana. Hljómur djembe-trommunnar hefur afar mikinn karakter og djembe-aðdáendur geta þekkt hljóm hennar úr mikilli fjarlægð.
Djembe frá Ghana
Sangitamiya býður upp á nokkrar tegundir af djembe. Fyrst má nefna trommurnar sem koma frá Ghana. Þær koma í fjórum stærðum : 7″, 9″,11″ og 13″. Þær eru gerðar úr gegnheilum afrískum sedrus-við, fallega útskornum og góðu skinni.
Djembe frá Fílabeinsströndinni:
Djembe trommurnar frá Fílabeinsströndinni eru einnig handgerðar þar í landi að hefðbundnum hætti. Þær eru úr afar fallegum við og hafa mjög góðan hljóm.
Hér að neðan má sjá helstu djembe meistara leika listir sínar :
http://www.youtube.com/watch?v=ZLSHJdrZbB0&feature=related
Í fyrstu keppast þeir við hvorn annan innbyrðis með því að sýna hvað þeir geta, sem er gömul hefð og skemmtun, en í miðju myndbandsins sættast þeir og spila sóló hver fyrir sig.