Hljóðfærin í þessaru línu eru smíðuð úr mahogany við og eru fáanleg í eftirfarandi stærðum : Sópran (MK-S), Sópran ananas (MK-P), Concert (MK-C), Tenor (MK-T) og Baritónn (MK-B) -stærðir.
Kala hljóðfærin sem eru ekki í Makala línunni nota yfirleitt Aquila strengi, sem eru ítalskir handgerðir strengir, yfirleitt hvítir á litinn og úr nylgut efni. Nylgut er þróun Aquila fyrirtækisins, en sóst er eftir því að ná fram samskonar hljómi og úr þeim strengjum sem fyrir nokkrum áratugum voru aðallega gerðir úr girni. Þessir Aquila ukulele strengir eru einnig fáanlegir í Sangitamiya, en þegar Aquila strengir eru settir í Makala hljóðfærin þá verða þau mun hljómfegurri og auðveldara að spila á þau.
Lesa meira um Aquila strengi —>